Útihlaup á veturna eru mjög skemmtileg og einstaklega hressandi. Það er fátt betra en að koma inn eftir kaldan dag hafandi skilað nokkrum kílómetrum í „kladdann“. Það þarf alls ekki að vera kalt að hlaupa á veturna þó svo að búnaðurinn sé ekki þykkur og mikill. En það skiptir máli að velja búnaðinn vel. Ullin spilar þar lykilhlutverk.


Mundu samt að vera örlítið kalt þegar þú ferð af stað, því ef þér er ekki aðeins kalt þegar þú ferð af stað þá ertu líklega of vel klædd/ur.
 

En hvað er Merino?

Merino er tegund af sauðfé sem upphaflega kemur frá Spáni. Rétt fyrir aldamótin 1800 voru kindur fluttar til Ástralíu og víðar um heiminn. Í dag er meira en helmingur af framleiðslu af merino fatnaði framleiddur í Ástralíu.

Flestar ullartegundir skiptast í tog (löng og sterk hár) og þel (stutt og hrokkin hár) en merino ullin inniheldur nánast eingöngu þel. Í raun eru þetta náttúrulegar mjúkar trefjar sem gerir hana einstaklega þægilega til að klæðast næst húðinni.

Við elskum að hlaupa í ull, en hvernig ull?

ULLARSOKKAR

Á veturna hlaupum við alltaf í ullarsokkum. Sokkarnir frá t.d. SMARTWOOL eru hannaðir til að hlaupa í. Þeir eru ekki of þykkir og eru vel þéttir að fætinum og mynda því síður nuddsár.

ULLARLAMBHÚSHETTA

Það er kannski ekki mjög algengt að fólk hlaupi með lambhúshettu en það er sífellt að færast í aukana. Vetrarhlaupin færðust á næsta stig þegar við byrjuðum að hlaupa með ullarlambhúshettu og lambhúshettan frá RIDGE MERINO er sú allra besta sem við höfum prófað.

ULLARHANSKAR

Þunnir ullarhanskar eru einstaklega góðir í kulda annað hvort stakir eða einir sér. Þeir verja gegn kulda en þegar frost er orðið mikið þá duga þeir ekki einir og sér.

ULLARLÚFFUR

Það er fátt sem toppar ullarlúffur/belgvettlinga þegar komið er frost. Ullarbelgvettlingar eru mun hlýrri en fingravettlingar. Varmi myndast inní belgnum og fingurnir hlýja
hvorum öðrum. Þetta eru sömu áhrif og þegar tveir liggja undir sömu sæng, það er mun hlýrra en að liggja einn undir sænginni.

ULLARPEYSA

Okkur finnst nóg að vera í einu lagi af ullarpeysu undir jakkanum á veturna alveg niður í -12°C að því gefnu að aukahlutirnir (vettlingar, húfa o.s.frv.) séu hlýir og góðir.

ULLARSTROKKUR

Til að toppa hlaupadressið er gott að vera með ullarbuff því það er fátt leiðinlegra en að vera kalt á hálsinum á hlaupum.

SEX góðar ástæður til að æfa í ull:

  1. Góð öndun: Vissir þú að ullarfatnaður andar mest af öllum fatnaði?!
  2. Hún lyktar ekki: Merino ull hefur mjög jákvæð áhrif á lykt. Þú svitnar minna og það kemur minni lykt með því að æfa í ull.
  3. Hitastýring: Ull er temprandi og tryggir að líkaminn haldist heitur þegar það er kalt og kalt þegar það er heitt.
  4. Verndar gegn UV geislum: Merino ull er náttúruleg vörn gegn UV geislum og verndar þig frá sólinni. 
  5. Framúrskarandi mýkt: Efnið tryggir meiri hreyfanleika og er einstaklega mjúkt sem innsta lag við húðina.
  6. Endurnýtanleg: Ull er 100% náttúruleg og endurnýtanleg.
  7.  

Fengið af www.johaug.com

Ullin hefur bjargað Íslendignum í gegnum aldirnar. Vissir þú að unnin ull var stærsta útflutningsgrein á Íslandi á 17. öld?!

Hlaupár