Bakpokaferðalagið

Við kynntumst JETBOIL fyrir mörgum árum þegar við fjárfestum í slíkri græju, þá til að næra okkur á göngum. Nokkurra daga bakpokaferðalag með allt á bakinu. Fyrsta nóttin í einni slíkri ferð var við tæra lyngá í fjallaskarði rétt við Lómagnúp. 

Þetta var á þeim tíma sem ferðamennirnir voru aðeins farnir að streyma til landsins og sagt að það væri ekki hægt að ferðast án þess að vera umkringdur ferðamönnum. 

Það var nú ekki raunin því ef maður gengur aðeins útfyrir helstu ferðamannastaði þá er maður algjörlega einn í heiminum. Við mættum ekki einni mannveru þennan dag. 

Við hituðum okkur gúllas á JETBOIL-inum og “mammamía” hvað þurrmatur er góður á fjöllum. Heitt súkkulaði á eftir með rjóma. Já, við tökum alltaf með okkur þeyttan rjóma í box ef hita á súkkulaði. Allavega fyrir fyrsta daginn. Heitt súkkulaði er ekki heitt súkkulaði nema með smá rjóma á toppnum. 

HVAÐ ER JETBOIL?

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna ag elit, sed diam nonummy nibh euismod tin laoreet dolore magna aliquam erat voaoreet dolore magna aliquam erat volutpat.Loret amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Við tökum það með til að hita okkur heitt súkkulaði, hita súpu eða það sem er vinsælast að græja Eðlu með snakki. Fyrir þá sem vita ekki hvað Eðla er þá er það Mexíkódýfa til að nota með Dorítós snakki. 

Þegar við gerum dýfuna þá setjum við pottahaldaran á JETBOIL og svo notum við pönnuna. Bæði eru þetta fylgihlutur frá JETBOIL (en í raun hægt að nota hvaða litlu pönnu sem er ef maður á pottahaldarann).

EÐLA: 

  1. Nokkra matskeiðar af mjúkum piparosti á pönnuna (þessi í svörtu dósinni)
  2. Ein lítil krukka af salsa sósu
  3. Rifinn ostur yfir

Hitið á pönnu og dýfið Doritosi í Eðluna.

SKÓGARÆVINTÝRIN MEÐ JETBOIL

Núna notum við JOETBOIL mun oftar en í nokkurra daga bakpokaferðalagi á ári. Því það að taka JETBOIL með krökkunum í Heiðmörkina eða á annan spennandi stað breytir annars frábærri skógarferð í algjört ævintýri. Það er ótrúlegt hvað svona lítill hlutur getur haft mikil áhrif. Þegar hann er dreginn upp úr töskunni færist ævintýraljómi yfir hópinn. 

……….

……. 

Let’s have a chat!

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidu

Contact
Hlaupár