millet hlaup

Þórsgatan var haldin í Húsadal í Þórsmörk, laugardaginn, 9. september síðastliðinn. Veðrið dagana fyrir hlaup var ekki gott, rigning og rok. Þegar nálgaðist hlaupið fór nú að rætast úr spánni og úr rætist frábært hlaupaveður. Blár hringur beint yfir Þórsmörk þegar horft var til himins.

Um 200 hlauparar fóru af stað í 12 km og 4,5 km. Alltaf gaman hvar fjölbreyttur hópur tekur þátt og mjög margir að taka þátt í sínu fyrsta keppnishlaupi. 4,5 km leiðin býður líka upp á að börnin geta tekið þátt, amma og afi. Báðar leiðirnar eru þó alvöru utanvega enda er eitt stykki Valahnjúkur í lokinn.

Allir komu heilir í mark með bros á vör enda eru alltaf einhverjir töfrar yfir Þórsmörk með því umstangi sem fylgir því að koma sér þangað með tilheyrandi ám sem þarf að keyra yfir. Óvenju margir voru á stuttbuxum í ár og gleðin skein úr hverju andliti.

Þrjár fyrstu konur

1 Margret Lilja Burrell 1:32:03
2 Ásta Bergrún Birgisdóttir 1:32:19
3 Fiona Heggie 1:35:18

Þrír fyrstu karlar

1 1 Marteinn Guðmundsson 1:18:49
2 Reynir Zoëga 1:20:19
3 Guðmundur Steinssen 1:20:27

sigurvegari í 4,5 km

Sigurvegari í 4,5 km var jafnframt langyngsti keppandi ársins var enginn annar en Hilmar Jónsson. Hann kom langfyrstur í mark á tímanum 35:03 sem er frábær tími fyrir 4,5 km plús eitt fjall.

Myndagallerí

Hægt er að smella á myndirnar til að stækka á flétta á milli þeirra.